Götukort

"

Loka glugga (x)

Framkvæmdaáætlun

Loka glugga (x)

Umferðaröryggisáætlun

+ Umferðaröryggisáætlun stjórnvalda

Loka glugga (x)

Leiðbeiningar

Markmið með gerð umferðaröryggisáætlana er að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og íbúa um umferðaröryggi. Undanfarin ár hefur Samgöngustofa hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggismál. Teknar hafa verið saman leiðbeiningar um gerð umferðaröryggisáætlana sveitarfélaga og tekur þessi vinna mið af þeim leiðbeiningum, auk reynslu VSÓ af gerð umferðaröryggisáætlana víðs vegar um landið.

Er þetta fyrsta útgáfa umferðaröryggisáætlunar Húnaþings Vestra. Er þessi útgáfa umferðaröryggisáætlunar gefin út á öðru formi en venjan er, en ákveðið var að nýta vefsjá til að halda umferðaröryggisáætluninni lifandi og sýna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum hvernig verkefnum áætlunarinnar miðar áfram.

Með vefsjá er hægt að uppfæra verkefnastöðu með reglulega, til að sýna íbúum hvaða verkefni hefur verið lokið, óska eftir tillögum íbúa um ný þörf verkefni og sýna íbúum hvaða verkefnum hefur verið bætt inn á aðgerðarlista, án þess að fara í endurgerð þessa skjals. Finna má innihald þessarar skýrslu sem ítarefni á vefsjánni

Hægt er að senda inn ábendingar varðandi umferðaröryggisáætlun með því að smella á "Senda ábendingu" efst í hægra horni síðunnar.